spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaFramlengdur sigur Stjörnunnar á Egilsstöðum

Framlengdur sigur Stjörnunnar á Egilsstöðum

Stjarnan lagði Hött í kvöld eftir framlengdan leik í 6. umferð Subway deildar karla, 89-92. Eftir leikinn er eru liðin jöfn að stigum með 6 í 5.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík, Tindastól og Grindavík.

Leikurinn var nokkuð jafn á upphafsmínútunum, en þegar að fyrsti fjórðungur var á enda var Stjarnan tveimur stigum yfir, 20-22. Undir lok hálfleiksins ná þeir svo að byggja sér upp þægilega 14 stiga forystu. Staðan 33-47 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Leikurinn er í miklu jafnvægi í upphafi seinni hálfleiksins. Höttur nær þó lítið að vinna á forskoti Stjörnunnar, sem enn er 14 stigum yfir eftir þrjá leikhluta, 53-67. Heimamenn mæta svo ákveðnir til leiks í fjórða leikhlutann. Ná hægt og bítandi að skera niður forystu Stjörnunnar og á einhvern undraverðan hátt nær Obie Trotter að tryggja þeim framlengingu undir lok venjulegs leiktíma, 80-80.

Í framlengingunni skiptast liðin á snöggum áhlaupum og undir lokin er það þristur frá Robert Turner sem skilur liðin að. Höttur fær ágætis tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin, en allt kemur fyrir ekki. Niðurstaðan að lokum þriggja stiga sigur Stjörnunnar, 89-92.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Timothy Guers með 25 stig og 7 fráköst. Fyrir Stjörnuna var Robert Turner hetjan með 29 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Næst mætir Stjarnan liði Grindavíkur í MGH komandi fimmtudag 24. nóvember á meðan að Höttur leikur degi seinna gegn Val í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -