Ingvi Rafn Ingvarsson verður áfram á mála hjá Tindastól á næstu leiktíð en hann framlengdi til eins árs við Stólana í gær á 20 ára afmælisdaginn sinn. Ingvi hefur gert 6,9 stig, 2,9 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastól í 1. deildinni þetta tímabilið.
Á heimasíðu Tindastóls segir:
Ingvi Rafn og stjórn kkd Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að Ingvi leiki áfram með liðinu út leiktímabilið 2014-2015. Er mikil ánægja með það að Ingvi sé búinn að framlengja samning sinn við félagið. Hefur Ingvi sko sannanlega sýnt það í vetur að hann er sko klárlega leikmaður framtíðarinnar og hefur bætt sig gríðalega í vetur og verið til mikillar fyrirmyndar. Stjórn kkd óskar Ingva að sjálfsögðu til hamingju með daginn og samninginn. Áfram Tindastóll.
Mynd/ Ingvi Rafn fyrir miðju ásamt þeim Stefáni Jónssyni formanni KKD Tindastóls og Birni Borg.



