spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFramlagshæstur í mikilvægum sigurleik

Framlagshæstur í mikilvægum sigurleik

Elvar Már Friðriksson og Maroussi höfðu betur gegn Kolossos í grísku úrvalsdeildinni, 80-74.

Á rúmum 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 8 stigum, 4 fráköstum og 9 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum.

Sigurinn var nokkuð mikilvægur fyrir Maroussi, sem er í umspili neðri hluta deildarinnar um áframhaldandi sæti í deildinni, en eftir leikinn liðið þó í næst neðsta sætinu með 34 stig þegar aðeins tveir leikir eru eftir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -