spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFramlagshæstur á öðrum degi jóla

Framlagshæstur á öðrum degi jóla

Elvar Már Friðriksson og Anwil Włocławek máttu þola tap gegn WKS Śląsk Wrocław í pólsku úrvalsdeildinni í dag, 86-79.

Á rúmum 27 mínútum spiluðum í leiknum var Elvar Már með 16 stig, frákast, 4 stoðsendingar og stolinn bolta, en hann var framlagshæstur í liðinu í leiknum.

Eftir leikinn eru Elvar Már og félagar í 7.-8. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, sex sigra og sex töp það sem af er deildarkeppni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -