spot_img
HomeFréttirFramlagshæsti leikmaður deildarinnar í Hamar

Framlagshæsti leikmaður deildarinnar í Hamar

 

Everage Richardson, stigahæsti leikmaður 1.deildar í vetur hefur samið við Hamar í Hveragerði um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Everage skoraði 38,9 stig að meðaltali í leik með liði Gnúpverja í vetur sem endaði í 6.sæti deildarinnar, þá tók hann þar að auki 9,3 fráköst og gaf 5,5 stoðsendingar. Ljóst er að leikmaðurinn er mikill happafengur fyrir Hamar.

Everage hittir í Hveragerði sinn fyrrum þjálfara frá því í vetur hjá Gnúpverjum, Máté Dalmay, en hann samdi við liðið í síðustu viku.

Á myndinni eru þeir Lárus formaður, Everage Richardson og Máté Dalmay þjálfari í 25 gráðu frosti sáttir með undirskriftina á þessum ískalda samning.

 

Hérna er hægt að hlusta á Máté sem var gestur í síðasta Podcasti Karfan.is
 

Fréttir
- Auglýsing -