spot_img
HomeFréttirFramlagsforkólfar mætast í DHL

Framlagsforkólfar mætast í DHL

Stórleikur KR og Hauka í Domino´s deild karla í kvöld inniheldur nokkra framlagsforkólfa en áhugavert verður að fylgjast með þungavigtarslag þeirra Michael Craion og Alex Francis. Þessir tveir kappar eru kjötaðir kraftakallar sem hafa látið vel til sín taka. Craion leiðir deildina í framlagi með 33,5 framlagsstig að meðaltali í leik og þar skammt á eftir eða í 3. sæti er Francis með 33 framlagsstig að meðaltali í leik.
 
 
Þarna hittir eiginlega skrattinn ömmu sína eða amman skrattann sinn, sama hvernig þið viljið snúa þessu þá verður neistaflug þarna. Berum kappana aðeins saman:
 
Michael Craion, KR
27,0 stig að meðaltali í leik
13,7 fráköst að meðaltali í leik
2,0 stoðsendingar að meðaltali í leik
33,5 framlagsstig að meðaltali í leik
Vítanýting – 75,5%
 
Alex Francis, Haukar
26,3 stig að meðaltali í leik
15,7 fráköst að meðaltali í leik
3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik
33,0 framlagsstig að meðaltali í leik
Vítanýting – 50%
 
Menn verða ekki mikið meira svipaðir en þetta, Craion reyndar að nýta vítin sín betur enda hefur það verið lenskan að senda Francis á línuna, tekur að jafnaði 9,3 víti í hverjum leik og það virðist gott kænskubragð enda kappinn engan veginn að finna sig á góðgerðarlínunni.
 
KR-Haukar
Í kvöld kl. 19:15
DHL-Höllin
 
Fjölmennið á völlinn!
  
Fréttir
- Auglýsing -