spot_img
HomeFréttirFramhaldið enn óráðið hjá Signýju

Framhaldið enn óráðið hjá Signýju

 
Óvíst er hvort fremsti miðherji landsins, Signý Hermannsdóttir, haldi áfram að leika körfubolta en á síðustu leiktíð fagnaði Signý Íslandsmeistaratitli með KR og var þar ein helsta driffjöður liðsins. Signý hefur borið höfuð og herðar yfir aðra miðherja í íslensku deildinni síðustu ár og nú gæti hugsanlega verið komið að leiðarlokum.
,,Ég er búin að vera að síðan ég var 14 ára, var komin á fullt í þetta 17 eða 18 ára gömul og hef ekkert stoppað síðan nema kannski hálfan vetur allan þennan tíma,“ sagði hin 31 árs gamla Signý í samtali við Karfan.is.
 
,,Ég hef verið að glíma við álagsmeiðsli og þarf að halda mér mikið við í sjúkraþjálfun, ætli ég hafi ekki náð einni góðri æfingu alla úrslitakeppnina núna á síðasta tímabili,“ sagði Signý sem hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun um að hætta.
 
,,Ég sé til, framhaldið er enn óráðið. Við í KR vorum með þrusulið á síðasta tímabili og gaman að vinna þetta með íslenska leikmenn í stóru hlutverkunum. Ég væri alveg til í að reyna að verja titilinn en við sjáum til.“
 
Ljósmynd/ Signý hefur enn ekki tekið ákvörðun með framhaldið, fara skórnir á hilluna frægu eða heldur miðherjinn öflugi áfram?
 
Fréttir
- Auglýsing -