spot_img
HomeFréttirFrakkland og Slóvenía með sigra í dag

Frakkland og Slóvenía með sigra í dag

 

Önnur úrslit í A riðil Íslands á lokamóti EuroBasket í Helsinki voru þau að Slóvenar rétt höfðu heimamenn í Finnlandi, 78-81, þar sem að úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Goran Dragic setti 29 stig fyrir Slóvena á meðan að ungstirnið Lauri Markkanen skoraði 24 fyrir heimamenn. Markkanen var borinn meiddur af velli undir lokin, en ekkert hefur verið gefið út með frekari þáttöku hans á mótinu.

 

Það helsta úr leiknum:

 

Í fyrri leik dagsins sigraði Frakkland svo Grikkland með 95 stigum gegn 87. Joffrey Lauvergne atkvæðamestur fyrir frakka með 21 stig og 11 fráköst á meðan að fyrir grikki var það Kostas Sloukas sem dróg vagninn með 15 stigum og 7 stoðsendingum.

 

Það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -