spot_img
HomeFréttirFrakkar höfðu betur gegn Þjóðverjum: Parker í stuði

Frakkar höfðu betur gegn Þjóðverjum: Parker í stuði

 
Sex leikir fóru fram á EM í Litháen í dag þar sem heimamenn í Litháen lögðu Tyrki og Tony Parker fór á kostum í sigri Frakka gegn Dirk Nowitzki og félögum í þýska liðinu.
Úrslit dagsins:
 
Spánn 86-69 Bretland
Marc Gasol gerði 18 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Spánverja. Hjá Bretum var Daniel Clark með 14 stig og 12 fráköst.
 
Serbía 89-80 Ísrael
Dusko Savanovic setti 24 stig í liði Serba og var einnig með 7 fráköst en Afik Nissim var með 16 stig og 9 stoðsendingar hjá Ísraelsmönnum.
 
Portúgal 73-81 Pólland
Joao Santos skoraði 12 stig í liði Portúgala en hjá Pólverjum var Lukasz Koszarek með 18 stig.
 
Lettland 62-71 Ítalía
Andrea Bargnani fór mikinn í liði Ítala og gerði meira en helming stiga liðsins eða 36 stig og bætti þar að auki við 7 fráköstum og 3 vörðum skotum. Hjá Lettum var Rihards Kuksiks með 19 stig og 6 fráköst.
 
Tyrkland 68-75 Litháen
Darius Songalia gerði 12 stig og tók 5 fráköst í liði Litháa. Hjá Tyrkjum var Ömer Asik með 11 stig og 13 fráköst.
 
Frakkland 76-65 Þýskaland
Tony Parker gerði 32 stig í liði Frakka og var einnig með 6 stoðsendingar. Hjá Þjóðverjum var Dirk Nowitzki með 20 stig og 6 fráköst.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Parker fór fyrir frökkum í 11 stiga sigri gegn Þjóðverjum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -