spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Frakkar án sinna sterkustu stóru manna á EuroBasket

Frakkar án sinna sterkustu stóru manna á EuroBasket

Íslenska landsliðið mun þann 4. september mæta sterku liði Frakklands í riðlakeppni lokamóts EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.

Franska sambandið sendi frá sér 12 leikmanna hóp sinn á mótinu fyrr í dag, en í honum eru Theo Maledon, Sylvain Francisco, Elie Okobo, Isaia Cordinier, Matthew Strazel, Zaccharie Risacher, Bilal Coulibaly, Timothe Luwawu-Cabarrot, Guerschon Yabusele, Jaylen Hoard, Alexandre Sarr og Mam Jaiteh.

Ljóst er að um gríðarlega sterkan hóp er að ræða sem nánast allur leikur á hæsta stigi í Evrópu eða í Bandaríkjunum. Stjörnuleikmaðurinn og leiðtogi franska liðsins þó líklega leikmaður New York Knicks í NBA deildinni hinn 29 ára Guerschon Yabusele. Þrátt fyrir að vera ekki gamall er hann nokkuð reynslumikill með liðinu, hafandi farið á fjögur stórmót með liðinu áður.

Nokkur stór nöfn vantar þó í hóp Frakklands, en miðherjarnir Victor Wembanyama, Rudy Gobert, Mathias Lessort og Vincent Poirier hafa allir dregist úr franska hópnum af einni og annarri ástæðu á síðustu dögum og mánuðum. Liðið hefur þó á að skipa tveimur stæðilegum miðherjum í Alexandre Sarr sem leikur með Washington Wizards í NBA deildinni og Mam Jaiteh sem leikur fyrir nýjasta EuroLeague liðið, Dubai basketball.

Fréttir
- Auglýsing -