spot_img
HomeFréttirFrakkar á góðu róli í London: Turiaf og Diot ekki með á...

Frakkar á góðu róli í London: Turiaf og Diot ekki með á EM

 
Nú eru aðeins átta dagar þangað til Evrópumeistaramót karla hefst í Litháen og undanfarið hefur æfingamót farið fram í Ólympíuhöllinni í London þar sem Frakkar hafa ekki tapað leik. Síðasta leik unnu þeir gegn Serbum 80-77 eftir að hafa náð 23 stiga forskoti í þriðja leikhluta. Frakkar og Serbar eru saman í riðli á EM.
Æfingamótið hefur þó ekki verið Frökkum að kostnaðarlausu þar sem Ronny Turiaf braut á sér vinstri höndina og Antoine Diot var frá sökum krampa í baki. Hvorugur þeirra verður með Frökkum í Litháen fyrir vikið.
 
Frakkar hafa þótt líklegir til afreka á EM til þessa með Tony Parker í fínu formi en meiðsli Turiaf og Diot setja strik í reikninginn.
 
Mynd/ Tony Parker gerði 24 stig gegn Serbum í síðasta leik Frakka.
 
Fréttir
- Auglýsing -