spot_img
HomeFréttirFrækinn sigur Tindastóls í Keflavík

Frækinn sigur Tindastóls í Keflavík

Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og slógu út Keflavík í Powerade bikarnum nú í kvöld með nokkuð sannfærandi hætti. 78:95 voru lokatölur í Keflavík og Tindastólsmenn komnir áfram í 8 liða úrslit. 
Leikurinn hófst á fjörugum nótum. Keflvíkingar keyrðu upp hraðann í leiknum og voru gestirnir frá Sauðárkróki í smá stund að átta sig á meðan Keflvíkingar lögðu boltann ofaní körfu þeirra.  Howard Fain var hinsvegar sjóðandi heitur og var strax í fyrri hálfleik komin með 19 stig.  Annar leikhluti var eign Keflvíkinga eftir að Tindastólsmenn höfðu leitt með 9 stigum eftir þann fyrsta.  Varnarleikur heimamanna hafði fram að því verið á hælunum en þeir spýttu í lófana og uppskáru 54-47 forystu í hálfleik. 
 
Það voru hinsvegar Tindastólsmenn sem komu töluvert sterkari úr búningsherbergjum eftir hálfleiks hléið. Þeir fóru gersamlega á kostum á meðan lítið gekk hjá heimamönnum.  Svo fór að Tindastóll sigraði sem fyrr segir nokkuð sannfærandi.  Keflvíkingar þurfa nú að sleikja sárinn yfir því að vera dottnir út úr bikarnum en það líður ekki að löngu að þeir fái að hefna tapið því Tindastólsmenn koma aftur í Keflavíkina í vikunni þegar liðin mætast í deildinni.  
 
Hjá Tindastól var Howard Fain (29 stig 14 fráköst)  og Sean Cunningham (27 stig 6 stolnir) í sérflokki og vissulega er þetta Tindastólslið gerbreytt með tilkomu þeirra.   Valentino Maxwell var skástur þeirra heimamanna en miklu munaði um Lazar Trifunovic sem varla mætti til leiks í kvöld en strákurinn skilaði aðeins 4 stigum í kvöld og þurfa Keflavíkingar meira frá honum í næsta leik. 
Fréttir
- Auglýsing -