spot_img
HomeFréttirFrábæru tímabili Elvars lokið eftir grátlegt tap

Frábæru tímabili Elvars lokið eftir grátlegt tap

Barry háskólinn í Flórída féll úr leik annað árið í röð í úrslitakeppni SoCon deildarinnar. Elvar Már leikur með Barry og var langbesti leikmaður liðsins í framlengdum tap leik. 

 

Andstæðingar Barry í dag var Palm Beach sem endaði í fjórða sæti deildarinnar en Elvar og félagar í því fyrsta. Lið Elvars var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og virtust vera með unninn leik í höndunum. Palm Beach var hinsvegar ekki á sama máli og kom sér í góða stöðu undir lok leiksins og komst yfir. 

 

Elvar var hinsvegar með ís í æðum á lokaandartökunum er hann setti tvö víti til að tryggja framlengingu í leikinn. Palm Beach náði undirtökunum með góðum varnarleik í framlengingunni og tókst að landa tveggja stiga sigri 95-97 eftir háspennu í lokin. 

 

Elvar Már var langbestur í liði Barry í kvöld með 31 stig, 5 stoðsendingar og 3 fráköst í leiknum. Lýsar leiksins voru mjög ósáttir við að hann hefði ekki fengið að klára leikinn í lok framlengingarinnar með skoti þar sem hann hefði verið besti maðurinn í það hlutverk. 

 

Með tapinu lauk tímabilinu hjá Elvari með Barry en hann sagði í viðtali við Karfan.is á dögunum að lítið þurfti útaf að bregða í þessu móti en vonaðist til þess að lengja tímabilið. Öskubuskuævintýri Palm Beach kom hinsvegar í veg fyrir það þetta tímabilið. Elvar getur hinsvegar gengið stoltur frá borði. Besti leikmaður ársins og fjölmargar viðurkenningar sem hann hlaut á tímabilinu er vottur um það.

 

Fréttir
- Auglýsing -