Nú er keppnistímabilinu 2009/2010 i körfubolta formlega lokið en síðustu tveir leikir tímabilsins fóru fram nú í lok vikunnar. Það má segja að enn og aftur toppi körfuboltinn sjálfan sig frá árinu á undan, og þá er alveg sama hvort horft er til yngri flokka eða meistaraflokka þá hefur nýliðið tímabil verið mjög gott og engin spurning að körfuboltinn er á uppleið og vinsældir okkar frábæru íþróttar sjaldan verið meiri hér á landi – enda er körfuboltinn móðir allra íþrótta eins og körfuboltasnillingurinn Svali Björgvinsson hefur svo marg oft sagt.



