Ferðin verður aðeins í sölu til hádegis fimmtudaginn 30. maí.??Verð ?Pakkinn kostar frá 149.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið í pakkanum er flug til London með WOW air og flug áfram til Madrid með Easy Jet… og að sjálfsögðu til baka aftur. Gisting í 2 nætur á Holiday Inn hóteli miðsvæðis í Madrid og miði á leikinn.??
Farið er af stað föstudagsmorguninn 31. maí og komið til baka á sunnudagskvöldið.??Athugið að verðið getur breyst eftir því sem það bókast í flugvélar og hótel. Ekkert er frátekið í þessa ferð og því er um að gera að drífa sig að hafa samband við okkur og festa ferðina.



