spot_img
HomeFréttirFrábær sigur Lottomatica á Barcelona

Frábær sigur Lottomatica á Barcelona

23:13
{mosimage}

(Jón Arnór) 

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig er Lottomatica Roma vann frábæran sigur á Barcelona á heimavelli, 68-63, í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta kemur fram á www.visir.is  

Jón Arnór lék í 20 mínútur í leiknum og auk þess að skora átta stig tók hann þrjú fráköst, stal tveimur boltum og varði eitt skot. Lottomatica var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 33-30, en Börsungar höfðu fjögurra stiga forystu þegar síðasti leikhlutinn hófst. Þá tóku Rómverjar öll völd á vellinum og unnu leikhlutann með níu stiga mun, og samtals 68-63. 

CSKA Moskva vann Unicaja í hinum leik kvöldsins í riðlinum og er þar með búið að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar. Hin liðin þrjú í riðlinum – Lottomatica, Barcelona og Unicaja hafa öll unnið tvo leiki en tapað þremur til þessa í riðlinum. 

Í lokaumferðinni tekur Barcelona á móti CSKA Moskvu en Lottomatica mætir Unicaja á útivelli. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í fjórðungsúrslit.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -