spot_img
HomeFréttirFrábær sigur á Dönum

Frábær sigur á Dönum

21:08
{mosimage}

(Ólafur Helgi lék vel í íslenska liðinu í dag) 

16 ára landslið Íslands vann í dag góðan 76-52 sigur á Dönum í B-deild Evrópukeppninnar. Íslenska liðið hafði undirtökin nær allan leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 24:19. Þetta kemur fram á www.kki.is  

Danir unnu 2. leikhluta 12:14 og staðan í hálfleik var 36:33. Vörnin hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik var mjög góð og náðist að halda danska liðinu í einungis 8 stigum í 3. leikhluta sem Ísland vann 18:8. Áfram héldu strákarnir að spila af krafti og fljótlega var ljóst að danska liðið ætti ekki möguleika. Leikhlutinn vannst 22:11. 

24 atiga sigur 76:52 því staðreynd og Ísland öruggt um að komast í umspil um 9. – 16. sætið á mótinu. Ef Svartfjallaland vinnur Austurríki í leik sem er að hefjast þegar þetta er ritað þá lendir Ísland í 3. sæti í riðlinum sem verður að teljast góður árangur. 

Athygli vakti að leikmenn austurríska liðsins voru mættir til að hvetja danska liðið af miklum móð. Að sönnum víkingasið þá var það einungis til að vekja okkar menn sem bættu bara í og lönduðu frábærum sigri. Reyndar létu þeir austurrísku eitthvað lítið fyrir sér fara undir lokin…… 

Á morgun er frídagur þar sem hugmyndin er að skoða miðbæinn aðeins og einnig fá strákarnir að kíkja aðeins í sundlaugina. 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -