spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFrábær seinni hálfleikur Tindastóls gegn Keflavík

Frábær seinni hálfleikur Tindastóls gegn Keflavík

Fyrir þennan leik höfðu stólarnir unnið Val og Keflvík unnið ÍR. Bæði lið með sigra í fyrstu umferð.

Þessi lið mættust seinast í 8 liða úrslitum Bónusdeildarinnar í Apríl þar sem Tindastóll sópaði Suðurnesjaliðinu.

Byrjunarliðin

Basil – Geks – Drungilas – Júlíus i- Ragnar
Morsell – Jaka – Williams – Moller – Hilmar



Keflvík setti fyrstu stig leiksins Hilmar með þæginleg 2 stig, fljótlega var Keflavík komið með 11 stiga forskot 15-4 eftir rúmar 3 mínútur og stólavörnin hafði fá svör við sóknarleik gestaliðsins sem var með 90% skotnýtingu á þessum tímapunkti. Stólarnir gerðu svo vel að vinna niður forskot Keflavíkur eftir að Arnar fékk algjörlega nóg og tók leikhlé og setti Ivan og Sigtrygg Arnar inná staðan eftir fyrsta leikhluta 24-28.

Annar leikhluti hefst með meira jafnvægi. Stólarnir settu aftur á móti fleiri stig og komust heimamenn yfir í fyrsta skipti í kvöld í stöðunni 49-47 og hver annar en Sigtryggur Arnar Björnsson með þrist, sem fór í taugarnar á Jaka sem gefur honum olnbogaskot en dómararnir sjá það ekki og gefa Jaka 2 víti í staðinn. Stólarnir leiða í hálfleik 53-48.

Risa þristur frá Basile strax í byrjun þriðja leikhluta og svo annar frá Ragnari stuttu seinna, Daníel hefur séð nóg eftir 3 mínutur og tekur leikhlé í stöðunni 64-52. Vörnin hjá Tindastól er virkilega sterk þessa stundina og þríðji þristurinn í röð hjá stólum í þetta skiptið var það Geks. Keflavík setur aftur á móti 7 stig í röð og þá tekur Arnar leikhlé í stöðunni 67-59. Frábær leikhluti hjá heimamönnum sem leiða 75-62.



Fjórði og seinasti leikhlutinn byrjar á “Ivan show” 7 stig í röð frá þessum frábæra leikmanni. Keflvíkingar eiga fá svör og stólarnir sigla í 22. stiga mun þegar Daníel reynir að stöðva blæðinguna með leikhléi. Eins vel og Keflavík byrjaði þennan leik þá var seinni hálfleikur ekki góður hjá gestunum, stólarnir hitta að nánast að vild hérna og sannfærandi 101-81 sigur Tindastóls niðurstaðan.

Tölfræði leiksins

Allir leikmenn Tindastóls áttu frábært kvöld en helst ber að nefna Ivan Gavrilovic með 27 stig, 7 fráköst og tvær stoðsendingar og Adomas Drungilas með 17 stig, 10 fráköst og tvær stoðsendingar. Hjá Keflavík var það Jaka Brodnik með 17 stig, 2 fráköst og þrjár stoðsendingar

Næst mun Tindastóll taka á móti Gimle í ENBL deildinni á Þriðjudaginn en hjá Keflavík er það heimaleikur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.


Fréttir
- Auglýsing -