EVN skólinn í Danmörku hefur síðustu ár laðað að til sín sterka leikmenn héðan frá Íslandi en þar á bæ vantar ekki þjálfarana fyrir körfuboltalið skólans! Aðalþjálfarar við skólann eru Craig Pedersen landsliðsþjálfari Ísland, Geoff Kotila fyrrum þjálfari Snæfells og Arnar Guðjónsson annar tveggja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins og aðalþjálfari Svendborg Rabbits.
Á meðal íslenskra nema sem hafa farið í EVN-skólann eru Lovísa Henningsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Ívar Barja og Sólrún Inga Gísladóttir.
„Þetta er frábært tækifæri til þess að bæta sinn leik og þróa með öflugum þjálfurum. Æfingar eru fimm sinnum í viku með möguleikum á morgunæfingum og þá er salurinn opinn á hverju kvöldi. Inn í þetta kemur einnig vikuferð til Flórída eða Kanada sem og skíðaferð til Austurríkis, frábær lífsreynsla hér á ferð,“ sagði Craig Pedersen við Karfan.is en hann snéri sér alfarið að EVN-skólanum og íslenska landsliðinu snemma á þessari leiktíð eftir að hann sagði skilið við Svendborg Rabbits.
Þónokkrir íslenskri nemar eru við skólann í dag en þeir eru:
Arna Rún Þórðardóttir – Skallagrímur/Reykdælir
Anna Lóa Óskarsdóttir – Haukar
Helgi Jónsson – Þór Þorlákshöfn
Sigurður Jónsson – Þór Þorlákshöfn
Sigurður Brynjólfsson – Haukar
Yngvi Freyr Óskarsson – Haukar
Þá er Tómas Atli Bjarkason einnig í skólanum en hann er uppalinn í Danmörku og á íslenska foreldra og hefur þegar látið til sín taka með yngri landsliðum Danmerkur.
Kynntu þér málið á heimasíðu EVN-skólans