spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFrábær í þriðja sigurleik Berlínarliðsins í röð

Frábær í þriðja sigurleik Berlínarliðsins í röð

Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu átta stiga sigur gegn Mitteldeutscher í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 88-80.

Á rúmri 31 mínútu spilaðri í leiknum var Martin með 19 stig, 3 fráköst, 10 stoðsendingar og stolinn bolta, en hann var framlagshæsti leikmaður Berlínarliðsins í leiknum.

Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Martin og félögum í deildinni, en þeir eru nú í 5. sætinu með fjóra sigra og tvö töp.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -