spot_img
HomeFréttirFrábær endasprettur(Umfjöllun)

Frábær endasprettur(Umfjöllun)

11:10

{mosimage}

Í gærkvöldi áttust við Ármann og Skallagrímur í 1.deild kvenna. Bæði lið eru um miðja 1. deild og vann Skallagrímur fyrri leik liðanna 72-54.


Það var Ármann sem mætti sterkar til leiks og skoruðu 12 fyrstu stig leiksins og var algjör einstefna í 1. leikhluta. Staðan var 18-8 fyrir Ármann og 2 sek eftir af leikhlutanum og Ármann með innkast undir körfunni. Hjaltey nær boltanum og karfa, villa góð og setur vítið ofan í og staðan í lok leikhlutanst var 21-8 fyrir Ármann. Í öðrum leikhluta hægðist aðeins á leiknum og fór leikhlutinn 13-8 fyrir Ármann og staðan í hálfleik var 34-16.

Skallagrímsstelpur byrjuðu 3ja leikhlutann mjög vel. Skiptu þær yfir í svæðisvörn og átti Ármann í miklum erfiðleikum með að skora. Skallagrímur vann leikhlutann 20-12 og skoraði Rósa Kristín Indriðadóttir 9 stig og leiddi Skallagrímsstelpur áfram. Staðan í lok 3ja leikhluta var 46-36 og allt leit út fyrir spennandi lokafjórðung.

Fjórði leikhluti byrjaði mjög hægt og eftir 5 mín leik var staðan 50-40 en þá settu Ármann-stelpur í fimmta gír og kláruðu leikinn á stuttum tíma. á Síðustu 5 mín skoraði Ármann 29 stig gegn 7 hjá Skallagrím og endaði leikurinn 69-47 fyrir Ármann.

{mosimage}
(Rósa Kristín Indriðadóttir var stigahæst Skallagrímsstúlkna)

Það var liðssigur hjá Ármann þar sem margar stelpur spiluðu virkilega vel. Hjaltey var stigahæst með 22 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Helga Jónasdóttir var með 16 stig, Elva Rut Sigmarsdóttir var með 14 stig og 13 fráköst, auk þess sem Anna Soffía Sigurlaugsdóttir skoraði 6 stig og tók 10 fráköst og Rósa Ragnarsdóttir var með 7 stoðsendingar og 5 stig.

Hjá Skallagrím var Rósa Kristín Indriðadóttir yfirburðaleikmaður með 25 stig og byggðist mest allur sóknarleikurinn í kringum hana. Næst stigahæst var Guðríður Ingadóttir með 8 stig auk þess sem Gunnfríður Ólafsdóttir barðist vel og var með 11 stig.

Elva Rut Sigmarsdóttir var að spila mjög vel fyrir Ármann og hafði þetta að segja eftir leikinn. ,,Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við erum að spila saman sem lið. Eftir að hafa misst tvo góða leikmenn (Bryndís Gunnlaugsdóttir yfir í Fjölni 13,4 stig að meðaltali í leik og Íris Andrésdóttir í meiðsli 9,3 stig að meðaltali í leik) erum við að læra að spila saman aftur og aðrir leikmenn að stíga upp.”

Núna eigið þið aðeins einn leik eftir í deildinni og hann er ekki fyrr en 13.mars. Hvernig finnst þér skipulagið í 1.d. kvk. vera? ,,Mér finnst það ekki nægilega gott, það er margt sem má laga. Við erum til dæmis búnar að spila 3 leiki á viku og svo er 2ja vikna frí. Það mætti alveg vera lengra á milli leikja og hafa tímabilið þá aðeins lengra.”

Hvernig sérðu 1.deildina fyrir þér í framtíðinni? ,,Ég vil sjá 1.deild kvenna með úrslitakeppnni, hugsa að það væri góð stemming í kringum hana. Mér finnst frekar fáránlegt að það sé gert svona upp á milli deilda enda er úrslitakepnni í 1.deild og 2. deild karla svo afhverju ekki hjá okkur líka. Þetta er eina deildin í meistaraflokki sem er ekki með úrslitakeppni.

Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Myndir úr safni: Gunnhildur Theodórsdóttir og [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -