spot_img
HomeFréttirFrábær byrjun(Umfjöllun)

Frábær byrjun(Umfjöllun)

11:18

{mosimage}
(Ekkert var gefið eftir í Sandgerði í gær – Elvar S. Traustason og Einar Bjarkarson)

Haukar unnu stórsigur á Reyni Sandgerði í gær í 1. deild karla 61-90. Frábær byrjun Hauka lagði grunninn að sigri en gestirnir úr Hafnarfirði skoruðu fyrstu 13 stig leiksins. Stigahæstur hjá Haukum var Marel Guðlaugsson með 20 stig og 15 fráköst. Hjá Reyni var Kolbeinn Jósteinsson stigahæstur með 13 stig.

Fyrsti leikhluti var eign Hauka og fyrstu þrettán stigin voru þeirra. Reynismenn komust á blað eftir 5 minútur en þá var skaðinn skeður og Haukar unnu leikhlutann 12-28. Leikurinn jafnaðist aðeins í öðrum leikhluta en þá skiptu Reynismenn yfir í svæðisvörn. Hægði það aðeins á sóknarleik Hauka en þó ekki nóg til þess að minnka muninn og Haukar höfðu 19 stiga forskot í hálfleik 33-52.

Í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Reynismenn fyrstu 8 stig leiksins og minnkuðu muninn í 11 stig. Ekkert gekk hjá Haukum og fengu heimamenn gullið tækifæri að komast á ný inn í leikinn. Haukar hittu ekkert en þeir náðu hverju sóknarfrákastinu á eftir öðru. Á endanum náðu þeir að skora og eftir það náðu Reynismenn ekki að minnka muninn að ráði. Haukar höfðu 23 stiga forystu eftir þrjá leikhluta og unnu með 29 stigum.

{mosimage}
(Marel var besti maður vallarins – hér skorar hann 2 af 20 stigum sínum)

Hjá Haukum var Marel Guðlaugsson öflugastur en hann skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Elvar Traustason var næstur honum í stigum en hann setti 19 stig. Sigurður Einarsson skoraði svo 18 stig.

Hjá Reyni var Kolbeinn Jósteinsson stigahæstur með 13 stig og næstur honum kom Ólafur Aron Ingvarsson með 10 stig, þau komu öll í seinni hálfleik.

myndir: vf.is

[email protected]

{mosimage}
(Dómarar leiksins stóðu sig mjög vel)

Fréttir
- Auglýsing -