spot_img
HomeFréttirFrábær byrjun hjá Helenu með TCU

Frábær byrjun hjá Helenu með TCU

16:57
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir við stjórnartaumana)

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir fer vel af stað með TCU háskólanum í Bandaríkjunum en frægur er orðinn sigur TCU gegn Maryland háskólanum sem er skráður sem með þriðja sterkasta liðið í NCAA deildinni. TCU vann þann leik örugglega 80-68 þar sem Helena Sverrisdóttir fór á kostum.

TCU hefur verið að leika á heimavelli undanfarið í undirbúningi fyrir komandi átök í deildinni og hafa þær unnið alla fjóra leikina sína heima. Liðið mætir Sam Houston State skólanum í kvöld og leikur svo einn heimaleik til viðbótar áður en liðið heldur til Mexíkó að taka þátt í ,,Áskorendakeppni Karabískahafsins.“

Mikla athygli vakti sigur TCU á Maryland og nú er hægt að nálgast myndbrot frá leiknum á Youtube með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Þar fer Helena á kostum og raðar niður nokkrum góðum þristum:
http://www.youtube.com/watch?v=STH4ZaTXWdA

Frammistaða Helenu í síðustu leikjum:

TCU 56-55 Oklahoma City
Helena gerði 12 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 26 mínútum

TCU 80-68 Maryland
Helena gerði 18 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst á 32 mínútum

TCU 73-60 San Antonio
Helena gerði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á 35 mínútum

TCU 70-45 UT Arlington
Helena gerði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 29 mínútum

[email protected]
Mynd: Af blogginu hjá Helenu: http://helena-4.blogcentral.is/

Fréttir
- Auglýsing -