spot_img

Frá út tímabilið

Micheal Asante leikmaður Selfoss í fyrstu deild karla er með slitna hnéliðssin og leikur því líklega ekki fleiri leiki á tímabilinu. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Michael meiddist í leik liðsins gegn ÍR í Skógarseli, en þau voru seinna staðfest á röntgendeildinni og mun hann nú þurfa á aðgerð að halda til þess að geta hafið endurhæfingarferlið.

Ljóst er að um mikla blóðtöku að ræða fyrir liðið, en hann hafði það sem af er tímabili verið að skila 25 stigum, 16 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -