spot_img

Frá Haukum til Spánar

Hafnfirðingurinn Sindri Logason mun leika fyrir Cadete Autonómico team í Elx Basket akademíunni á komandi tímabili.

Sindri er 193 cm 15 ára gamall bakvörður og að upplagi úr Haukum, en hann hefur einnig verið í afreksúrtökum KKÍ á síðustu árum og leikið fyrir yngri landslið Íslands. Samkvæmt tilkynningu ELX basket tók Sindri þátt í xTime360 búðum þeirra í júní og var í kjölfarið boðinn samningur hjá félaginu.

ELX Basket Academy er körfuboltaakademía staðsett í borginni Elche nálægt suðurströnd Spánar. Hún einbeitir sér að þjálfun ungra leikmanna og tekur meðal annars þátt í alþjóðlegum mótum.

Hérna er hægt að fylgja akademíunni á Instagram

Fréttir
- Auglýsing -