Keflavík hefur samið við Keishana Washington fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.
Keishana er 25 ára 170 cm kanadískur bakvörður sem kemur til Keflavíkur frá Saint-Amand Hainaut í Frakklandi, en ásamt því að hafa leikið þar hefur hún einnig leikið í Póllandi síðan hún kláraði Drexel háskólann í Bandaríkjunum árið 2023.
Stuttu eftir háskólaferilinn var tók hún þátt í æfingabúðum WNBA liðsins Minnesota Lynx, en fékk ekki samning hjá liðinu fyrir tímabilið, 2023-24.



