Gustav Suhr-Jessen hefur yfirgefið Hött og gengið til liðs við BC Copenhagen í dönsku úrvalsdeildinni. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Gustav hafði leikið fyrir Hött síðustu tvö tímabil í Bónus deild karla, en á síðustu leiktíð skilaði hann 7 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik. BC Copenhagen hafnaði í 7. sæti dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og datt út í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar. Þeir hafa í þrígang orðið danskir meistarar, síðast árið 1995.



