spot_img
HomeFréttirFrá eftir hundaárás á jóladag

Frá eftir hundaárás á jóladag

Meistarar Denver Nuggets verða án Aarons Gordon í bili vegna atviks á jóladag. Í yfirlýsingu sem liðið sendi frá sér í dag er Aaron sagður í „góðu ástandi“ eftir að hafa hlotið sár í andliti og hendi þegar hann var bitinn af hundi.

Samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic þurfti Aaron alls 21 saum á hönd og í andlit til að gera við meiðslin. Denver tók á móti Golden State Warriors á jóladag og átti atvikið sér stað eftir þann leik. Aaron spilaði 32 mínútur í leiknum og endaði með 16 stig og 10 fráköst í 120-114 sigri meistaranna.

Nuggets hefur gengið vel síðustu vikur, þar sem þeir hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum og eru þeir aðeins einum og hálfum sigurleik fyrir aftan Minnesota Timberwolves sem sitja í efsta sæti Vesturstrandarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -