spot_img
HomeFréttirFrá Ástralíu aftur til Hauka

Frá Ástralíu aftur til Hauka

Eva Margrét Kristjánsdóttir hefur samið við Hauka til næstu tveggja ára í Subway deild kvenna.

Eva Margrét þekkir vel til í Haukum en hún hefur spilað með liðinu undanfarin ár og var valinn mikilvægasti leikmaður Subway deildarinnar tímabilið 2022-2023. Hún tók þó ekki þátt á síðasta tímabili því hún var búsett í Ástralíu.

Emil Barja var ánægður með að hafa fengið Evu Margréti til liðs við Hauka að nýju og hafði þetta að segja: “Það er frábært að fá Evu Margréti aftur í Hauka og mun hún styrkja liðið mikið í baráttunni um titilinn. Eva hefur sýnt það áður að hún er einn besti leikmaður deildarinnar og verður því spennandi að sjá hana spila aftur á Ásvöllum.”

Eva Margrét segist spennt fyrir næsta tímabili með Haukum og lét hafa eftir sér: “Ég er mjög spennt fyrir því að koma heim í Hauka og spila með stelpunum. Ætlum okkuru að vera í toppbaráttu um þá titla sem eru í boði og hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til liðsins.”

Fréttir
- Auglýsing -