spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFrá Akureyri í Vesturbæinn

Frá Akureyri í Vesturbæinn

KR hefur samið við Reyni Róbertsson fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Reynir er 20 ára bakvörður sem að upplagi er úr Tindastól, en hann kemur til KR frá Þór Akureyri. Þá hefur Reynir verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, nú síðast U20 sumarið 2024.

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR
“Reynir er góður íþróttamaður og átti mjög gott tímabil í fyrra með Þór Akureyri. Hann mun koma með góða orku og auka samkeppnina enn frekar í hópnum. Ég er mjög ánægður með þessa viðbót í okkar góða hóp.”

Fréttir
- Auglýsing -