spot_img
HomeFréttirFotios Lampropoulos til Njarðvíkur - Enn einn fyrrum ACB leikmaðurinn í Njarðtaksgryfjuna

Fotios Lampropoulos til Njarðvíkur – Enn einn fyrrum ACB leikmaðurinn í Njarðtaksgryfjuna

Njarðvík hefur samið við Fotios Lampropoulos um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla samkvæmt heimildum Körfunnar. Fotios er grískur, 37 ára, 206 cm miðherji sem kemur til liðsins frá Al Sadd í Quatar. Líkt og aldurinn gefur til kynna er um gríðarlega reynslumikinn leikmann að ræða sem hefur leikið víða í mörgum af sterkari deildum Evrópu. Síðast lék hann í ACB deildinni á Spáni árið 2019 fyrir Estudiantes.

Fotios er fyrrum liðsfélagi Nicholas Richotti, sem nýlega samdi við Njarðvík, en þeir léku saman fyrir Tenerife í ACB deildinni spænsku.

Fotios er því þriðji fyrrum ACB leikmaðurinn sem Njarðvík semur við fyrir komandi tímabil, en sá fyrsti var Haukur Helgi Pálsson, sem kom til liðsins frá Morabanc Andorra.

Fréttir
- Auglýsing -