spot_img
HomeFréttirFörum út til að vinna mótið!

Förum út til að vinna mótið!

 
Eins og áður hefur komið fram er það nú komið á hreint að félagarnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson munu leggja land undir fót og leika með Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikmennirnir halda út þann 5. spetember næstkomandi.
,,Stemningin er mjög góð i mér og Arnari og hlökkum mikið til að fara út og spila á móti og með nýjum strákum. Við erum svo klikkaðir að við ætlum auðvitað að fara þarna út til að vinna mótið en það er nátturlega bara það sem er búið að kenna okkur, að vinna allt sem maður tekur þátt í en í raun þá vitum við ekkert mikið um liðið. Við vitum að sami kani er og í fyrra, hann var víst mjög góður þannig stefnan hjá þeim þarna úti er að gera betur en í fyrra,” sagði Magnús Þór í samtali við Karfan.is.
 
,,Þeir lentu í 6 sæti í deildinni og duttu út í 4 liða á móti Bakken Bears en eins og ég segi þá ætlum við að reyna vinna þetta og vonandi spilum við vel,” sagði Magnús en með komu þessara tveggja sterku leikmanna í dönsku úrvalsdeildina ætti Aabyhoj að vera orðið vel sett í bakvarðasveitinni.

Ljósmynd/ Magnús Þór Gunnarsson er á leið til Danmerkur ásamt félaga sínum Arnari Frey Jónssyni, kapparnir munu leika með Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

 
Fréttir
- Auglýsing -