Sundsvall Dragons unnu öruggan 108-90 sigur á Jamtland Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Liðið trónir nú á toppi sænsku deildarinnar með stiga forskot. Sundsvall hefur unnið 14 heimaleiki í röð í deildinni og ljóst að gestaliðum í drekabælinu bíður brekka við komuna.
Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var stigahæsti maður vallarins með 21 stig en hann lét ekki þar staðar numið því hnoðað var í tvennu þar sem 10 fráköst litu einnig dagsins ljós. Hlynur var einnig með 3 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson bætti svo við 16 stigum og 4 stoðsendingum.
Sundsvall hafa lengst af verið á toppi deildarinnar og fátt sem bendir til þess að þeir ætli sér að gefa eftir þetta sæti og hefur liðið unnið góða og mikla vinnu við að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og þar af leiðandi heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni á öllum stigum…að því gefnu að liðið klári á toppnum vitaskuld.
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Dragons | 29 | 25 | 4 | 50 | 2636/2328 | 90.9/80.3 | 14/1 | 11/3 | 94.9/81.2 | 86.6/79.3 | 4/1 | 9/1 | +4 | +14 | +1 | 6/2 |
| 2. | Uppsala | 29 | 21 | 8 | 42 | 2399/2169 | 82.7/74.8 | 11/3 | 10/5 | 83.4/72.1 | 82.1/77.3 | 3/2 | 7/3 | -1 | +8 | -1 | 5/3 |
| 3. | Kings | 27 | 20 | 7 | 40 | 2224/1956 | 82.4/72.4 | 12/3 | 8/4 | 84.3/75.1 | 80.0/69.2 | 3/2 | 8/2 | +3 | +1 | +2 | 4/3 |
| 4. | Borås | 29 | 20 | 9 | 40 | 2759/2608 | 95.1/89.9 | 13/2 | 7/7 | 95.1/85.9 | 95.2/94.3 | 4/1 | 6/4 | -1 | +5 | -1 | 6/3 |
| 5. | Dolphins | 28 | 19 | 9 | 38 | 2302/2147 | 82.2/76.7 | 10/4 | 9/5 | 83.5/77.7 | 80.9/75.6 | 4/1 | 8/2 | +1 | -1 | +2 | 4/4 |
| 6. | Vikings | 29 | 19 | 10 | 38 | 2440/2330 | 84.1/80.3 |
Fréttir |



