spot_img
HomeFréttirForsetafrúin alltaf velkomin

Forsetafrúin alltaf velkomin

 

Nokkuð merkilegt hlýtur að þykja að félag sé með lið í öllum úrslitaleikjum bikarkeppninnar. Eftir sigur meistaraflokks Keflavíkur á Haukum í undanúrslitum á miðvikudaginn var það komið á hreint að félagið væri með lið í öllum úrslitaleikjum kvenna þessa helgina. Við heyrðum aðeins í formanni félagsins, Ingva Þór Hákonarsyni.

 

Varðandi það afhverju kvennakarfa í Keflavík væri svona sterk sagði Ingvi: 

"Það er erfitt að nefna eitthvað eitt, Keflavík hefur haft frábæra þjálfara yngri flokka kvenna og þar ber að nefna Jón Guðmundsson sem er að vinna frábært starf með stelpurnar og er hann núna kominn með drengjaflokka líka. Svo er mikil lukka að hafa náð í Sverrir Þór til þess að þjálfa unglingaflokk og meistaraflokk."

 

Þá spurðum við hann hvort að Keflvíkingar myndu ekki fjölmenna á úrslitaleik meistaraflokks á laugardaginn. Hann sagðist vona það að Keflvíkingar myndu mæta vel til þess að styðja við bakið á stelpunum því að þær ættu það svo sannarlega skilið.

 

Að lokum veltum við því upp hvort að haft hafi verið samband við forsetafrúina, Elízu Reid og hún boðuð til Keflavíkur ef svo færi að Keflavík myndi vinna alla titlana. Líkt og árið 2011 þegar að Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú, heiðraði Keflavíkurstúlkur með nærveru sinni af því tilefni að félagið var handhafi allra Íslandsmeistaratitla það árið. Ingvi var nú ekkert alltof viss með það, en sagði:

"Ég er nú ekkert viss um það að forsetafrúin komi til okkar ef við vinnum alla leikina, en hún er alltaf velkomin til okkar það er klárt. Það væri frábært að sjá stelpurnar taka sigra í 9. og 10. flokki kvenna, unglingaflokki og auðvitað meistaraflokki"

 

Að lokum hvatti hann svo alla Keflvíkinga til þess að mæta og styðja sitt lið.

 

 

 

 

Dagskrá Keflavíkur um helgina

 

Föstudagur 10. febrúar – 10. flokkur stúlkna:

Keflavík Njarðvík – kl. 18:00

 

Laugardagur 11. febrúar – Meistaraflokkur kvenna:

Keflavík Skallagrímur – kl. 13:30

 

Sunnudagur 12. febrúar – Unglingaflokkur kvenna:

Keflavík Haukar – kl. 13:45

 

Sunnudagur 12. febrúar – 9. flokkur stúlkna:

Keflavík Grindavík – kl. 18:15

Fréttir
- Auglýsing -