spot_img
HomeFréttirFormannspistill: Ein undankeppni fyrir alla

Formannspistill: Ein undankeppni fyrir alla

 
Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ ritar í dag pistil á heimasíðu sambandsins en hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa fylgst með gangi mála í Evrópukeppninni sem fram fór í Litháen.
Hannes segir m.a. í pistli sínum að rétt ákvörðun hafi verið tekin með hagsmuni körfuboltans að leiðarljósi þegar ákveðið var að fjölga liðum í lokakeppni mótsins.
 
Þá segir ennfremur í pistli Hannesar:
Ein undankeppni fyrir alla
Annað gæfuspor fyrir evrópskan körfubolta er að hætt hefur verið að skipta liðum í A og B deildir í EM A-landsliða eins og áður hefur komið fram. Núna munu öll löndin sem skrá sig í Evrópukeppnina fara í sömu keppnina um að komast á næsta lokamót sem haldið verður í Slóveníu eftir tvö ár. Átta lið hafa tryggt sér þáttöku þar nú þegar; Slóvenía sem gestgjafar, Bretland sem mótshaldari ÓL Í London 2012 og svo sex efstu þjóðirnar frá nýlokinni keppni í Litháen.
Fréttir
- Auglýsing -