11:44
{mosimage}
(Hannes Sigurbjörn Jónsson)
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands, Hannes Jónsson, segir skammarlegt að í landi eins og Íslandi skuli ríkisvaldið koma jafn lítið að fjármögnun sérsambanda og landsliða og raun ber vitni. Ársþingi KKÍ lauk um síðustu helgi en það var haldið að Flúðum og kom fram í opnunarræðu formannsins að starfsemi KKÍ og annarra sérsambanda væri kostnaðarsöm á alþjóðavettvangi. Hannes gagnrýndi ekki aðeins ríkisstjórnina heldur vildi hann gera alla stjórnmálaflokkana ábyrga og segir hann það orðið þreytt að hlusta á ráðamenn landsins tala um mikilvægi íþrótta þar sem hann fær ekki séð að þeim sé 100% alvara með þeim fullyrðingum sínum.
Karfan.is lagði nokkrar spurningar fyrir Hannes í tilefni af því að 47. ársþingi KKÍ væri nú lokið:
Hvernig lagðist þingið í þig?
Þar sem ég hef sótt öll þing sambandsins frá árinu 1991 þá hef ég nú við mörg þingað miða og ég er á því að þetta hafi verið mjög gott og vinnusamt þing. Þetta var ífámennari kantinum miðað við þingin undanfarin ár en það var kraftur i þinginu ogallir þingfulltrúar sem mættu á Flúðir voru þarna komnir til að vinna vel og gaman var hvað nefndarstörf og þingið voru lífleg og mikið spjallað um hlutina fram ogtil baka.
Var eitthvað sem kom á óvart í samþykktum þingsins?
Nei í raun þá kom mér ekkert á óvart, flest allt fór á þann veg sem ég hafði haft á tilfnningunni miðað umræður mínar síðustu daga við stjórnarmenn félaganna.
Nú skaust þú föstum skotum á ríkisvaldið, er einhver von á auknu fjármagni frá hinuopnbera?
Já ég skaut fast á á þá sem stjórna landinu og þá var ég að skjóta á allastjórnmálaflokkana ekki bara þá sem eru við völd núna. Það er orðið frekar þreyttað hlusta alltaf á stjórnmálamenn tala um mikilvægi íþróttanna, forvaranargilidinsem þar eru og að nauðsynlegt sé að eiga afreksfólk í fremstu röð. Ég bara get ekkiséð að þeim sé 100% alvara með þessm orðum sínum, það er til skammar fyrir landeins og Ísland hvað ríkisvaldið kemur lítið að fjármögnun t.d. sérsambandanna og landsliðanna.
Hvað er nú framundan í körfuboltanum?
Það er alltaf nóg að gera hjá okkur, núna í lok næstu viku er þing FIBA-Europe íPóllandi, vikunni þar á eftir fara yngri landsliðin okkar ásamt fylgdarliði á NM íSolna, Smaþjóðaleikar í Mónakó í byrjun júní þar sem A-landslið karla mun spila. Það er mikil vinna við fjármögnun á starfinu og fá fleiri samstarfsaðila til liðsvið okkur, svo þarf að fara að huga að næsta keppnistímabili. Þannig að nóg er aðgera sem er bara gott og gaman.
Hvernig er það, er ekki erfitt að samræma formannstarfið við vinnuna ogfjölskylduna?
Jú þetta er stundun dálítð flókið því eins og ég hef oft sagt þá er formannsembætitið hjá KKÍ vinna frá morgni til kvölds en einhvern veginn þarf nú að framfleyta fjölskyldunni og ég starfa sem sölustjóri á fyrirtækjasviði Office1 og er eigandinn að Office1 mjög skilningsríkur sem og vinnufélagarnir, það er nú þannig að ég þarf oft að vera á fundum vegna körfunnar á skirfstofutíma og eiga þau Egill og Sigrún eigendur Office1 þakkir skildar fyrir þeirra mikla skilning á þessum málum.
Varðandi fjölskylduna þá er konan mín ótrúlega skilningsrík og hún hvetur migáfram í mínum störfum og guttinn minn hann Jón Gautur hefur nú bara gaman af þessu og vill helst fara með pabba á körfuboltaleiki sem oftast og nú þar sem tímabilinu ernýlokið þá hefur hann verið mjög upptekinn af bikurunum og verðlaunapeningunum semoft eru í bílnum hjá mér. Svo er hún Bergþóra konan mín mjög dugeg að hlusta á migræða hin ýmsu mál og gefur mér oft góð ráð sem nýtast mér vel, þannig að fjöskyldaner mjög virk með mér í formannshluverkinu. Það gengi aldrei upp að sinna formennskunni nema fyrir góða fjölskyldu og skilningsríka vinnuveitendur.
Mynd: [email protected]