Magnús Þór Gunnarsson er kominn á mála hjá Grindvíkingum og þar á bæ sitja menn ekki auðum höndum, blekið varla þornað á samningnum og MG10 kallaður út í bón.
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur bóna bíla um helgina til þess að fjármagna metnaðarfullt sumarprógramm og þó þú sért nýkominn í gult er greinilega engin miskunn, klútar og vax þessa helgina hjá MG10.
Mynd/ Rænt af Fésbókarsíðu Sigurbjarnar Daða Dagbjartssonar: Magnús ásamt Sverri Þór þjálfara og Jóni Gauta framkvæmdastjóra KKD Grindavíkur.
Og svo í lokin smá heilræði fyrir þá Grindvíkinga sem bóna um helgina:



