spot_img
HomeFréttirFögnuður hjá Jóhanni og Merlins (Umfj. og myndir)

Fögnuður hjá Jóhanni og Merlins (Umfj. og myndir)

13:20
{mosimage}

(Johann fagnar eftir sidasta frakast leiksins)

Jóhann Árni Ólafsson og liðsfélagar hans í Proveo Merlins fögnuðu vel og innilega í gærkvöldi þegar liðið lék sinn síðasta heimaleik í þýsku Pro B deildinni. Hannover Tigers mættu í heimsókn til Crailsheim en fyrir leikinn voru Merlins búnir að tryggja sér sigur í deildinni og leika því í Pro A deildinni á næstu leiktíð. Um hörkuleik var að ræða frammi fyrir troðfulluhúsi þar sem Merlins unnu naumt 78-75 og gerði Jóhann Árni síðustu stig leiksins.

,,Ég er virkilega sáttur við þetta fyrsta skref mitt í atvinnumennsku. Ég var ánægður með liðið og hef í allan vetur sinnt stóru hlutverki innan liðsins,“ sagði Jóhann Árni í samtali við Karfan.is eftir sigur Merlins í gær. ,,Nú er einn deildarleikur eftir hjá okkur og ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir því að koma heim og svo sjáum við bara til í sumar hvað verður hjá mér á næstu leiktíð,“ sagði Jóhann en hann bjóst ekki við því að semja áfram við Merlins.

Heimavöllur Merlins í Crailsheim er sannkölluð gryfja. Húsið rétt rúmar 2000 áhorfendur og var troðfullt á pöllunum löngu fyrir leik. Stemmningin í húsinu var hrikalega góð og var hún keyrð áfram af náunga sem kallar sig ,,The pimp.“

Gestirnir frá Hannover ætluðu að selja sig dýrt í gærkvöldi og höfðu frumkvæðið framan af. Jóhann Árni var í byrjunarliði Merlins og lét strax vel að sér kveða með fjórum stigum í fyrsta leikhluta. Gestirnir leiddu þó 16-22 eftir upphafsleikhlutann.

{mosimage}

Heimamenn í Merlins voru sterkari á endasprettinum í öðrum leikhluta og náðu að komast yfir fyrir leikhlé 37-35. Jafnt var á öllum tölum í síðari hálfleik og fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiddu Hannover 56-58. Á lokasprettinum var allt í járnum og þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka átti Jóhann Árni stoðsendingu á John Kadmous sem með þrist kom Merlins í 72-70.  

Úrslitin réðust svo þegar brotið var á Jóhanni Árna þegar 7 sekúndur voru til leiksloka. Þá leiddu Merlins 76-75 og Jóhann fór á línuna, setti bæði vítin niður og breytti stöðunni í 78-75. Hannover áttu síðasta skot leiksins til þess að reyna að knýja fram framlengingu en skotið geigaði og við tóku vegleg veisluhöld á heimavelli Merlins.

Jóhann Árni lauk leik með 13 stig, 4 stoðsendingar og 2 fráköst á þeim 23 mínútum sem hann lék í leiknum.

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}
(Felagarnir Johann og Daniel)

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -