spot_img
HomeFréttirFlugeldasýning í Höllinni

Flugeldasýning í Höllinni

22:49

{mosimage}

Ísland náði þriðja sætinu í C-riðli B-deildar Evrópukeppni karla í kvöld þegar liðið lagði Austurríkismenn að velli 91-77. Fyrstu mínúturnar voru erfiðar fyrir íslenska liðið en það tvíefldist þegar leið á leikinn og vann að lokum afgerandi sigur. Hjá Íslandi var Jakob Örn Sigurðarson besti maður vallarins og sá stigahæsti með 21 stig. Næstur honum kom Páll Axel Vilbergsson með 13 stig en alls skoruðu fimm leikmenn Íslands 10 stig eða meira. Hjá Austurríki var Peter Hutter stigahæstur með 20.

Byrjunarlið Íslands: Friðrik Stefánsson, Jakob Sigurðarson, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham og Logi Gunnarsson.

Fyrstu mínútur leiksins voru erfiðar fyrir Ísland. Fátt virtist ganga upp hjá þeim á meðan gestirnir röðuðu niður stigum. Liðið var allan leikhlutann tæpum tíu stigum undir og það leit ekki vel út fyrir Ísland. Leikurinn breyttist þegar Fannar Ólafsson kom inná. Baráttan í liðinu var miklu meiri og fór hann fyrir liðinu í þeirri deild. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-23 gestunum í vil.

{mosimage}

Í öðrum leikhluta náði íslenska liðið að jafna og komast yfir 36-33. Fannar Ólafssonar var allt í öllu hjá Íslandi og skoraði fyrstu sjö stig Íslands í leikhlutanum. Í stöðunni 20-29 fyrir Austurríki náði Ísland góðum leikkafla og skoraði 16 gegn aðeins 4 stigum frá gestunum. Jakob, Helgi Magnússon, Magnús Gunnarsson og Páll Axel skoruðu þrist ásamt því að Brenton og Jakob skoruðu úr vítaskotum og íslenska liðið komið með forskot. Austurríki svaraði með fimm stigum í röð en Þorleifur Ólafsson kom Íslandi aftur yfir 39-38 með þriggja-stiga körfu úr horninu. Það voru þó Austurríkismenn sem áttu síðasta orðið en þeir skoruðu úr þristi og leiddu 39-41 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleik var jafnræði með liðunum og þau skiptust á körfum og forystnni. Ísland hafði eins stigs forystu þegar flugeldasýningin byrjaði. Páll Axel setti niður tvo þrista og Jakob einn og Ísland var á einu augabragði komin með ágætis forskot, 57-51. Austurríki náði aðeins að klóra í bakkann út leikhlutann og það munaði aðeins fimm stigum í eftir þrjá en nú var það Ísland sem leiddi 62-57.

Fjórði leikhlutinn í kvöld er án efa einn besti fjórðungur sem íslenska liðið hefur spilað í Laugardalshöllinni. Öll skot virtust rata ofan og Ísland kafsigldi gestina. Helgi Magnússon skoraði fyrstu körfuna og svo hófst önnur flugeldasýning. Jakob, Magnús Gunnarsson og Helgi Magnússon skoruðu næstu 12 stig Íslands og forystan komin í 14 stig, 76-62, eftir aðeins þrjár mínútur. Austurríkismenn tóku leikhlé til að róa leikinn og reyna að kæla íslensku stórskytturnar. Það virtist virka í upphafi og Austurríki minnkaði muninn í 11 stig en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið gaf í og jók muninn jafnt og þétt og höfðu að lokum sanngjarnan 14 stiga sigur, 91-77.

{mosimage}

Jakob Sigurðarson var besti maður vallarins og stjórnaði hann sóknarleik Íslands af stakri snilld. Allir leikmenn virtust eiga góðan dag og börðust þeir eins og ljón mest allan leikinn. Frábær barátta skilaði góðum sigri og var liðið rétt stemmt í kvöld. Það virtist ekki skipta máli hver kom inná, ávallt hélt liðið dampi. Logi Gunnarsson og Friðrik Stefánsson voru í villuvandræðum en það virtist ekki hafa nein áhrif. Jafnvel í endann þegar björninn var unnin og varamennirnir sem höfðu lítið fengið að spreyta sig komu inná, þá tóku þeir réttar og óeigingjarnar ákvarðanir. Til að sýna framá baráttu Íslands þó tók liðið 19 sóknarfráköst gegn mjög hávöxnu Austurrísku liði.

Áhorfendur tóku vel undir og í hvert skipti sem Ísland skoraði þrist virtist þakið ætla að rifna ofan af kofanum. Þegar stemningin er svona góð hlýtur það að vera auðveldara að setja niður stór skot.

Tölfræði

myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -