spot_img
HomeFréttirFlottur sigur í Rúmeníu

Flottur sigur í Rúmeníu

Íslenska A-landsliðið var rétt í þessu að vinna góðan sigur á Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2015. Íslenska liðið kom sterkt til baka eftir stórt tap gegn Búlgaríu á dögunum og gáfu okkar menn tóninn snemma.
 
Íslenska liðið komst í 2-13 eftir þrist frá Drekanum Jakobi Erni Sigurðarsyni og leiddi Ísland síðan 10-25 eftir fyrsta hluta og staðan svo 28-38 í hálfleik. Haukur Helgi Pálsson var að finna sig vel í Rúmeníu og var kominn með 20 stig eftir þrjá leikhluta en þá var staðan orðin 45-46 Íslandi í vil. Varnarleikurinn var sterkur og heimamenn luku leik með 64 og Ísland 72, 10 stiga útisigur og ekki öll nótt úti enn!
 
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 24 stig í íslenska liðinu, næstur honum var Jakob Örn Sigurðarson með 15 stig og þá var Pavel Ermolinskij með 12 stig.
 
Þá eru framundan tveir heimaleikir en þeir fara fram í Laugardalshöll 13. ágúst gegn Búlgaríu og 16. ágúst gegn Rúmeníu. Miðasala fer fram á miði.is
 
Mynd/ Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu í dag með 24 stig.
Fréttir
- Auglýsing -