U20 ára landslið Íslands vann í dag öruggan 74-55 sigur á Dönum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Hressandi sigur eftir súrmetið gegn Svíum í gær.
Jón Axel Guðmundsson fór fyrir íslenska liðinu með 20 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Dagur Kár Jónsson bætti við 18 stigum og tók 2 fráköst. Þá var Pétur Rúnar Birgisson með 12 stig og 7 fráköst.
Með sigrinum í dag er Ísland komið á toppinn en öll lið hafa tvö stig fyrir lokakeppnisdaginn á morgun. Ísland stendur vel að vígi og getur tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn með sigri gegn Finnum á morgun en þá þurfa Danir einnig að vinna Svía. Leikur Íslands og Finnlands hefst kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Staðan á mótinu
| Nordic Championships 2015 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| No | Team | W/L | Points | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Islanti | 1/1 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Sweden | 1/1 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Denmark | 1/1 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | Finland | 1/1 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Mynd/ Jón Axel Guðmundsson í leik með Grindvíkingum.



