spot_img
HomeFréttirFlott frammistaða Hildar dugði ekki til

Flott frammistaða Hildar dugði ekki til

Hildur Björg Kjartansdóttir leikmaður UT Rio Grand Valley hefur lokið leik á þessu tímabili í háskólaboltanum eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppni sinna deildar í vikunni. 

 

Rio Grand Valley sem endaði í fjórða sæti deildarinnar mættu UMKC sem endaði í því fjórða. Leikurinn var jafn framan af en UMKC átti frábæran endasprett sem tryggði þeim 77-69 sigur. Tímabilinu er þar með lokið hjá Hildi sem átti virkilega gott tímabil fyrir liðið. Hildur var frákastahæst í leiknum með 8 fráköst, var með 14 stig og hitti fimm af níu skotum sínum. 

 

Það dugði ekki til en Hildur endar tímabilið sem frákastahæsti leikmaður liðsins með 7,5 fráköst að meðaltali í 31 leik en hún var í byrjunarliði liðsins í öllum leikjunum. Hildur tók 231 fráköst á tímabilinu sem fer í sjöunda sæti yfir flest fráköst á einu tímabili í sögu liðsins. Hún er einnig í öðru sæti yfir frákastahæstu leikmenn liðsins frá upphafi með 641 frákast. Sú frákastahæsta er með 671 frákast og því ansi líklegt að Hildur muni bæta metið á næsta tímabili sem er einmitt hennar síðasta hjá skólanum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -