spot_img
HomeFréttirFlóðgáttirnar opnaðar

Flóðgáttirnar opnaðar

Vegna óveðursspár voru allar flóðgáttir opnaðar í Iðu í kvöld, til að takmarka tjónahættu á Selfossi. Flaumurinn gekk því viðstöðulaust fram, enda báðir varnargarðar galopnir og hámarksrennsli mældist 5,35 s/m – sem er í hærri kantinum. Gegnum Vesturgátt flæddu 2,85 s/m, alls 114 stig, en um Surðurgátt 2,5 s/m eða 100 stig alls.
 
 
Ísfirðingar voru sem sagt í heimsókn hjá FSu í 1. deild karla og varnarleikurinn ekki í fyrirrúmi. Heimamenn höfðu tögl og hagldir allan tímann, komust í 9-0 og 18-10 í upphafi leiks áður en vestanvindarnir fóru að blása. Eftir fyrsta leikhluta munaði aðeins 5 stigum, 32-27, og fljótlega í öðrum hluta minnkuðu Ísfirðingar muninn niður í 34-33. En lengra komust þeir ekki, þremur mín. fyrir hálfleik munaði 12 stigum, 53-41, og í leikhléi var staðan 58-48.
 
FSu hóf seinni hálfleik með sömu látum og fyrstu mínúturnar, 7-0, áður en KFÍ komst á blað og sá munur hélst næstu mínútur en þegar aðeins síðasti leikhlutinn var eftir munaði 23 stigum, 95-72. Ekki á hverjum degi sem maður sér 95 stig á töflunni þegar 10 mínútur eru enn eftir! Leikurinn var auðvitað í sjálfu sér búinn og formsatriðin bara eftir. Á 38. mínútu var enn 23 stiga munur, 114-91, en gestirnir skoruðu síðustu 9 stigin og löguðu heldur stöðuna, enda allt að leysast upp. Helsta álitaefnið á þessum síðustu mínútum var hvort Ari Gylfason setti tíunda þristinn í leiknum. Það tókst honum ekki, sá tíundi, langleiðina frá miðju, fór ofan í en skrúfaðist upp úr hringunum aftur.
 
Hjá gestunum var Stóri-Rauður, Birgir Björn Pétursson, yfirburðamaður með 30 stig, 17 fráköst og 36 í framlag. Hann er ekkert lamb að leika sér við og enginn heimamanna réði neitt við hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Pance Ilievski skoraði 19 stig (5/13 í þristum), Florian Jovanov 18 stig (5 stoðsendingar), Nebojsa Knezevic skoraði 13 en spilaði óvenjulítið (16:37), Gunnlaugur Gunnlaugsson 10 (3/4 í þristum), Jóhann Jakob 6 og þeir Andri Már Einarsson og Sturla Stígsson skoruðu báðir 2 stig. Það var jákvætt að allir leikmenn KFÍ (nema þjálfarinn sjálfur) komu inn á og gerðu gagn.
 
Hjá heimaliðinu var Ari Gylfason stórgóður með 33 stig, 6 fráköst, 2 varin skot og 31 í framlag. Og hefur stundum spilað fleiri mínútur en í kvöld. Hann hitti úr 9 þristum í 17 tilraunum, fer ekki niður fyrir 50% þriggjastiganýtingu leik eftir leik og ætti helst ekkert að vera að lækka nýtingarhlutfallið með því að fara inn fyrir þessa línu! Collin skoraði 20 stig og tók 8 fráköst. 90% skotnýting var hans rós í hnappagatið. Erlendur Ágúst setti 17 stig (6/7 í tveggjastigaskotum) og tók 5 fráköst.
 
Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á aðra leikmenn, Birkir átti mjög góðan leik með 9 stig og 6 stoðsendingar, nokkrar stórglæsilegar eftir gegnumbrot, Geir Elías skoraði 7 (2/2 í þristum) og sömuleiðis Hlynur Hreinsson, sem gladdi áhorfendur og samherja sína með 15 stoðsendingum, hvorki meira né minna, og 4 stolnum boltum, allt þetta á aðeins 24:25 mín!!! Maciej (7 fráköst) og Svavar Ingi (6 fráköst, 2/2 í þristum) skoruðu báðir 6 stig, Arnþór Tryggvason 4, Fraser Malcolm 3 og Þórarinn Friðriksson 2 stig.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -