spot_img
HomeFréttirFlestir veðja á LeBron James

Flestir veðja á LeBron James

13:30
{mosimage}

(LeBron James) 

Samkvæmt könnun sem hefur verið í gangi hér á Karfan.is síðustu daga verður LeBron James leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA deildinni valinn besti leikmaður deildarkeppninnar eða MVP (verðmætasti leikmaðurinn). James sem hefur farið á kostum í liði Cavaliers síðan hann steig sín fyrstu skref í NBA deildinni fékk 36,4% atvkæða eða 416 talsins. Næstur honum kom Kobe Bryant leikmaður LA Lakers með 321 atkvæði eða alls 28,1%. 

LeBron James hefur gert 30,9 stig að meðaltali í leik fyrir Cavaliers í vetur og er með 8,1 frákasta að meðaltali í leik. Þá gefur hann einnig 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og varð nýverið yngsti leikmaður NBA deildarinnar til þess að rjúfa 10.000 stiga múrinn. 

Nú eru komnar inn tvær nýjar kannanir þar sem fólk getur tippað á hvaða lið komist í úrslit Iceland Express deildar kvenna.

{mosimage}

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -