spot_img
HomeFréttirFlensan hélt Ágústi heima

Flensan hélt Ágústi heima

Garðbæingar jöfnuðu í gærkvöldi einvígið gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Staðan er nú 1-1 en Stjörnumenn léku án Ágústs Angantýssonar í gær sem lá heima veikur.
 
 
Stigaskorið segir ekki alltaf alla söguna hjá leikmönnum eða frákastafjöldinn því í fyrsta leik liðanna þær 19 mínútur sem Ágúst lék var Stjarnan +16 gegn Njarðvíkingum þrátt fyrir að kappinn hafi bara verið með 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stig í leiknum þá var gengi liðsins upp á sitt besta með Ágúst á parketinu.
 
Í snöggu samtal við Hrafn Kristjánsson þjálfara Stjörnunnar sagðist hann vonast til þess að Ágúst gæti verið með næsta fimmtudag en Ágúst mun hafa verið að glíma við hina landsfrægu flensu sem herjað hefur á landann síðstu misseri.
 
Mynd/ Davíð Eldur
 
  
Fréttir
- Auglýsing -