spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFlenard Whitfield til Hauka

Flenard Whitfield til Hauka

Haukar hafa samið við Flenard Whitfield að leika með karlaliði félagsins næstkomandi vetur.

Flenard sem er framherji hefur áður leikið á Íslandi en hann var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017 og var m.a. stigahæsti leikmaður deildarinnar sem og næstfrákastahæsti leikmaður deildarinnar.

Flenard er 201 sm á hæð og er 29 ára gamall. Frá því hann lék síðast á Íslandi hefur hann m.a. leikið í Finnlandi og í Kanada og var lykilmaður hjá Karhu í Finnlandi sem varð meistari 2017-2018.

Fréttir
- Auglýsing -