spot_img
HomeFréttirFleiri leikmenn til Ármann/Þróttar

Fleiri leikmenn til Ármann/Þróttar

10:49

{mosimage}
(Gunnar í leik með Haukum í fyrra)

Lið Ármann/Þróttar í 1. deild karla hefur fengið liðsstyrk en Keflvíkingurinn Gunnar Stefánsson hefur ákveðið að ganga til liðs við liðið. Gunnar þekkja flest allir körfuboltaáhugamenn en hann lék allan sinn feril með Keflavík þangað til hann skipti í KR fyrir síðasta tímabil. Svo fór hann á miðju tímabili í Hauka. Samkvæmt Gunnlaugi Elsusyni, þjálfara Ármanns, hefur Gunnar æft með liðinu undanfarin mánuð.

Ármenningar ætla sér stóra hluti á seinni hluta tímabilsins en liðið hefur einnig fengið Bandaríkjamanninn Maurice Ingram en hann kemur til liðsins eftir áramót.

Gunnar lék 15 leiki með Haukum og KR í fyrra og skoraði 38 stig.

Mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -