spot_img
HomeFréttirFlautukarfa Jarvis tryggði ÍR sigur (Myndband)

Flautukarfa Jarvis tryggði ÍR sigur (Myndband)

Í kvöld kom ÍR í heimsókn til Fjölnis í Dalhús og úr varð þessi spennumikli leikur í Iceland Express deild karla sem endaði með rosalegri sigurkörfu.
Leikurinn byrjaði með krafti hjá báðum liðum en vörnin hjá Fjölni var ekki að detta nógu vel í gang og misstu ÍR á undan sér og var staðan 13:14 þegar 4 mín voru eftir og endaði leikhlutinn 18–27 fyrir ÍR.
 
Annar leikhluti var allt annar og komu þá Fjölnismenn sterkari til leiks og skoruðu fyrstu 7 stigin og var staðan 25 – 27, Tómas Tómasson náði hraðaupphlaupi og svo þriggjastiga körfu á sömu mínútunni og kveikti það svoldið í Fjölnismönnum, en ÍR stóðu grimmir í vörn og voru Nemanja og Hreggviður seigir inn í teig hjá ÍR og skoruðu samtals 39 stig. Endirinn á öðrum leikhluta var flottur, staðan var 39–40 þegar 6 sek. voru eftir og boltinn kemst í hendurnar á Níels Dungal sem sat úti í horni og smellir þrist á loka sek. og í hálfleik var staðan þá 42 – 40 fyrir Fjölni.
 
Liðin skiptust að vera yfir allan leikinn og munaði bara 2-4 stig mest allann tímann sem gerði þetta að topp skemmtun.
 
Þriðji leikhlutinn var eins og við var að búast, Magni kom með smá skotsýningu á þriggjastigalínunni og setti niður tvo þrista í röð á einni mínútu sem reif liðið upp, leikurinn var í járnum allann tímann og endaði sá leikhluti eins og Fjölnismenn enduðu annan leikhlutann, það var Nemanja sem fékk boltann út í hornið þegar 2 sek voru eftir og setti hann þrist niður og náði að minnka muninn niður fyrir fjórða leikhluta. 70–67 fyrir Fjölni.
 
Fjórði leikhlutinn var ekki fyrir hjartveika og leit vel út í restina þegar 13,5 sek voru eftir, staðan 88 -84 fyrir Fjölni eftir að Chris hitti úr tveimur vítaskotum og ÍR tekur leikhlé eftir það. ÍR á boltann og Jarvis tekur hann upp að þriggjastiga línunni og setur hreina þriggjastiga körfu niður sem kom ÍR í 87 stig og bara eitt stig milli liða, Fjölnir tekur innkastið þegar 6 sek eru eftir og það er brotið á Ægi, hann fer á línuna og setur niður annað vítið, klikkar á seinna sem verður þess valdandi að ÍR nær frákastinu, koma boltanum á Jarvis sem hleypur yfir miðju og hendir boltanum í fáránlegu skoti sem endar ofaní og það er flautukarfa sem skilaði ÍR sigri.
 
 
 
Myndir og umfjöllun: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -