spot_img
HomeFréttirFlautukarfa hjá Portland kláraði Dallas

Flautukarfa hjá Portland kláraði Dallas

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Portland kláruðu Dallas á heimvelli með flautukörfu og LA Lakers unnu sinn þriðja sigur í röð.
 
Liðsmenn Portland fögnuðu innilega eftir 106-104 sigur á Dallas Mavericks. LaMarcus Aldridge var hetja heimamanna þegar hann gerði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Aldridge átti toppleik með 29 stig, 13 fráköst og 3 stoðsendingar og í leiknum gerði hann fyrstu þriggja stiga körfuna sína þetta tímabilið en framherjinn er nú ekki mikið að sýsla þarna fyrir utan. J.J. Hickson átti einnig sterkan dag með Portland, 26 stig og 15 fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 26 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Dwight Howard gerði 24 stig og tók 4 fráköst í 111-106 sigri Lakers gegn New Orleans Hornets. Reyndar sjaldgæft að sjá ofurmennið taka aðeins fjögur fráköst á rúmum 36 mínútum en hverjir erum við til að véfengja tölfræðingana í NBA! Kobe Bryant var með óvenjulegar tölur, aldurinn kannski farinn að færast yfir en 14 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst er lína sem sést ekki oft hjá þessum kappa. Hjá New Orleans var svo Eric Gordon stigahæstur með 25 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar

FINAL
 
7:00 PM ET
GSW
108
CLE
95
23 32 29 24
 
 
 
 
23 21 24 27
108
95
  GSW CLE
P Thompson 32 Thompson 18
R Lee 13 Thompson 11
A Jack 12 Waiters 7
 
Highlights
 
FINAL
 
7:30 PM ET
MIL
Fréttir
- Auglýsing -