spot_img
HomeFréttirFlake skilar mestu en Isom skorar mest

Flake skilar mestu en Isom skorar mest

13:38

{mosimage}

Darrell Flake 

Fimmta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld og Fréttablaðið skoðar í dag hvaða leikmenn eru efstir í tölfræðinni í fyrstu fjórum umferðunum.

 

Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake sem spilar með Skallagrími hefur skilað mestu til síns liðs í fyrstu fjórum umferðum Iceland Express deildar karla og er ennfremur sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst að meðaltali í leik.

Þórsarinn Cedric Isom hefur skorað mest allra leikmanna en þeir Justin Shouse hjá Snæfelli og Samir Shaptahovic hjá Tindastóli hafa gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum.Þórsarinn Cedric Isom er stigahæsti leikmaður Iceland Express deildar karla eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Isom hefur skorað 25,3 stig að meðaltali í leik eða 1,8 stigum meira að meðaltali en Darrell Flake í Skallagrími sem kemur næstur.Isom hefur skorað meira með hverjum leik, skoraði 21 stig í fyrsta leiknum á móti ÍR, þá 22 stig á móti Njarðvík, 28 stig á móti Keflavík og loks 30 stig í síðasta leik á móti KR.

Skallagrímsmaðurinn Darrell Flake hefur tekið einu frákasti meira en George Byrd hjá Hamri en Flake er með 12 fráköst að meðaltali í leik. Þórsarinn Óðinn Ásgeirsson er efstur íslensku leikmannanna með 10 fráköst að meðaltali en hann hefur tekið einu frákasti fleira en Ómar Sævarsson hjá ÍR.

Leikstjórnendurnir Justin Shouse hjá Snæfelli og Samir Shaptahovic hjá Tindastóli eru efstir og jafnir í stoðsendingum en báðir hafa þeir átt 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er efstur íslensku leikmannanna en hann hefur gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Frábær frammistaða Darrells Flake hefur skilað 31,5 framlagssstigum til liðsins en liðið hefur aftur á móti aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og tapað bæði með 2 stigum og í framlenginu. Flake hefur skorað 23,5 stig og tekið 12 fráköst að meðaltali auk þess að nýta 57 prósent skota sinna og 70 prósent vítanna. Hann hefur nokkuð forskot á þá Donald Brown hjá Tindastóli og Cedric Isom hjá Þór Ak. sem hafa skilað 25,5 framlagsstigum til sinna liða.

Í fjórða sæti er síðan efsti Íslendingurinn á listanum, Brenton Birmingham hjá Njarðvík. Snæfellingarnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson komast einnig í hóp tíu efstu leikmanna í framlagi til sinna liða.

Fimmta umferðin hefst í kvöld með fimm leikjum og sjötti leikurinn er síðan milli Hamars og Snæfells í Hveragerði á morgun. Í kvöld mætast KR-Njarðvík í DHL-Höllinni, Stjarnan og Þór Akureyri spila í Garðabæ, Tindastóll og Grindavík mætast á Sauðárkróki, Skallagrímur tekur á móti Fjölni í Borgarnesi og topplið Keflavíkur fær ÍR í heimsókn.

Hæsta framlag í leik
1. Darrell Flake, Skallagrími 31,5
2. Donald Brown, Tindastóli 25,5
2. Cedric Isom, Þór Ak.25,5
4. Brenton Birmingham, Njarðvík24,5
5. Bobby Walker, Keflavík 24,3
6. Milojica Zekovic, Skallagrími21,8
7. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli21,5
8. Páll Axel Vilbergsson, Grindav.20,5
9. Hlynur E. Bæringsson, Snæfelli20,3
10. George Byrd, Hamri20,0
10. Samir Shaptahovic, Tindastóli20,0

Flest stig í leik
1. Cedric Isom, Þór Ak.25,3
2. Darrell Flake, Skallagrími23,5
3. Bobby Walker, Keflavík 23,0
4. Drago Pavlovic, Fjölni22,8
5. Andrew Fogel, KR21,3
6. Milojica Zekovic, Skallagrími 21,3
6. Donald Brown, Tindastóli21,3
6. Páll Axel Vilbergsson , Grindav. 21,3
9. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli20,8
10. Jonathan Griffin , Grindavík 20,3


Flest fráköst í leik

1. Darrell Flake, Skallagrími12,0
2. George Byrd, Hamri11,8
3. Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak.10,0
4. Ómar Ö. Sævarsson, ÍR 9,8
5. Hlynur E. Bæringsson , Snæfelli9,5


Flestar stoðsendingar

1. Samir Shaptahovic , Tindastóli7,5
1. Justin Shouse, Snæfelli7,5
3. Magnús Þór Gunnarss., Keflavík6,5
4. Andrew Fogel, KR5,7
5. Cedric Isom, Þór Ak.5,5

www.visir.is

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -